SKILALÝSING 23.08.2018

Almennt um Hafnarstræti 26

Um er að ræða 3 ný fjölbýlishús, sem byggð eru á lóðinni nr. 26 við Hafnarstræti á Akureyri, með 12 íbúðum hvert eða samtals 36 íbúðum. Húsin eru 2ja hæða með risi. Íbúðirnar eru vandaðar og vel hannaðar. Við hönnun húsanna var tekið mið af því að þau eru í grónu hverfi – og er útlitið blanda af gamaldags og nýmóðins útliti. Um þrjár tegundir af íbúðum er að ræða. Tólf 2ja herbergja íbúðir, 51 m2 á jarðhæð auk hlutdeildar í sameign 2,0 m2 alls 53 m2, sex 2ja herbergja íbúðir, 70,5 m2 á jarðhæð, auk hlutdeildar í sameign 2,8 m2 alls 73,3 m2,  tólf 3ja herbergja íbúðir, 93,5 m2, á annarri hæð og risi, auk hlutdeildar í sameign 3,9 m2 alls 97,4 m2 og sex 4ra herbergja íbúðir, 130,8 m2, á annarri hæð og risi, auk hlutdeildar í sameign 5,3 m2 alls 136,1 m2. Sér geymsla í sameign fylgir hverri íbúð, auk þess sem hverju húsi fylgir smáhýsi fyrir hjóla og vagnageymslur. Þá fylgir með sameiginlegt sorpgerði fyrir öll húsin. Á rishæð er full lofthæð á stærstum hluta rýmisins og þar eru veglegir kvistir, með góðu útsýni, en á austurhlið er útsýnið út á Pollinn. Íbúðirnar eru rótgrónu skjólgóðu hverfi í göngufæri frá miðbænum. Stutt er í leikhús, minjasafn, Nonna hús, lystigarðinn, lystagilið, sundlaugina, menningarhúsið Hof, veitingastaði og verslanir. Nálægt eru margar af vinsælustu göngu- og hjólaleiðum á Akureyri s.s. meðfram sjónum og raunar allt inn til Hrafnagils og stutt er í Kjarnaskóg eitt aðal útivistarsvæði Akureyringa. Þá er stutt í siglingaklúbbinn Nökkva en þar er mikil uppbygging fyrirhuguð. Bílastæði fylgja húsunum, en einnig eru almenn bílastæði (ekki sérmerkt húsinu) sem eru við Hafnarstræti og á lóðinni norðan við húsin (Hafnarstræti 32).

 

Öll þrjú húsin eru byggð í einum áfanga. Húsin verða ekki öll tilbúin á sama tíma og verða þau hafhent með nokkru millibili, fyrst hús merkt A, svo merkt B og síðast hús merkt C. Stefnt er að afhendingu fyrir lok árs 2018, en það er þó háð framvindu verksins, þar sem ýmiss atriði geta seinkað afhendingartíma.

 

Íbúðum verður skilað fullfrágengnum, með sameign og lóð.

 

 

Frágangur utanhúss

 

Húsunum er skilað fullfrá gegnum. Burðarvirki húsanna er steinsteypt og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir að utan með klæðningu úr trefjasteypu (Fiber cement). Hliðarveggir eru úr timbureiningum.

 

Útveggir og klæðning

Allir útveggir hússins verða einangraðir með harðpressaðri steinull og klæddir með trefjasteypu klæðningu (Cembrit - Fiber Cement) sem er sérstaklega brunaþolið efni. Um er að ræða viðhaldsfrítt efni, sem hefur viðaráferð. Litur útveggja er hvítur á aðabyggingum en dökkgrár á millibyggingu.

 

Þak

Húsin eru með A-þaki út timbri, einangruð með seinull og klætt að utan með þakpappa og stallajárni. Að innan er klætt með gifsplötum, sem verða spartslaðar og málaðar.  Á þaki eru A-kvistir 3 á hvorri hlið hvers hús, samtals 6 á hverju húsi, með sama frágangi.

 

Svalir

Svalagólf eru forsteyptar einingar og verða frágengin með steyptu yfirborði. Svalahandrið verða úr áli, klætt á milli prófíla með hertu gleri. Á svölum íbúða er útiljós. Rennihurðir eru út á svalir. Á rishæð er stór kvistur með stóru gluggarými sem svalirnar ganga út af.

 

Gluggar og Hurðir

Allir gluggar eru hefðbundnir ál/trégluggar frá BYKO (álklæðing að utan, tré að innan) með tvöföldu einangrunargleri. Gluggarnir verða hvítir að innan en dökkgráir að utan. Hurðir eru smíðaðar úr timbri með tvöföldu hertu gleri og verða dökkgráar. Rennihurðir út á svalir verða úr áli og gleri.

 

Smáhýsi

Eitt 18,5 m2 smáhýsi fyrir hjóla- og vagnageymslur fylgir hverju húsi. Rafmagn og heitt og kalt vatn verður í smáhýsunum og þau eru upphituð. Smáhýsin verða læst og hefur hvert hús aðgang að einu smáhýsi.

 

Gler

Tvöfalt verksmiðjugler frá viðurkenndum framleiðanda verður í húsinu og flyst ábyrgð þess áfram til kaupanda. Gler út í gluggum/rennihurðum sem snúa út af Drottningarbraut er með sérstöku hljóðviðnámi. Sérstakt brunavarnargler er á öllum stöðum þar sem slíkt þarf til að uppfylla byggingarreglugerð.

 

Lóð

Lóð umhverfis hús er graslögð. Gangstéttir eru steyptar en bílastæði og akvegir malbikaðir. Snjóbræðsla verður í stigum og gönguleiðum við húsið. Sérmerkt bílastæði eru fyrir hreyfihamlaða fyrir framan húsin, sem verða upphituð.

Seljanda ber ekki að skila lóð fullfrágenginni á sama tíma og íbúð er afhent.

 

 

Frágangur innanhúss

 

Íbúðum verður skilað með handslökkvitæki og reykskynjara.

 

Gólf

Milligólf íbúða eru byggð úr forsteyptri "filegran" plötu. Ofan á filegranplötur koma ísteypar lagnir, gólfhiti og járnabinding áður en ásteypuálag með gólfhita er steypt. Gæða vinylparkett með hljóðdeyfidúk (frá Gólfefnavali) er á gólfum íbúða sem á að tryggja góða hljóðvist, flísar eru á gólfum baðherbergis/þvottahúss. Gólf í geymslum og smáhýsum er steinsteypt og lakkað. Hiti og rafmagn er í smáhýsunum.

 

Veggir

Steyptir veggir verða spartlaðir og málaðir. Léttir innveggir eru úr tvöföldu gifsi og skilast þeir spartlaðir og málaðir. Fyrirkomulag innveggja verður í samræmi við samþykkta byggingarnefndarteikningu. Veggir verða málaðir í ljósum lit. Baðherbergisveggir skilast flísalagðir.

 

Loft

Steypt loft verða slípuð, spörstluð og máluð í ljósum lit.

 

Innihurðir

Hurðir verða með lykillæsingu og hurðarhúnar verða úr burstuðu stáli. Hurðir verða hvítar með yfirborði úr harðplasti, með hefðbundnum hurðarkörmum og gerektum.

 

Eldhús

Eldhús skilast fullbúin með tækjum, þar með talið svörtu spam helluborði, viftu með vélrænu útsogi í innréttingu, bakarofni með grilli, kjöthitamæli og sjálfhreinsibúnaði, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Stálvaskur er fræstur í borðplötu.  Eldhúsinnrétting er með mjúklokunarbúnaði, vaska og blöndunartækjum. Steinn er í borðplötum, með undirlímdum vaski. Innrétting verður með hvítsprautuðum neðri skápum en hnotu í efri skápum. Lýsing undir efri skápum. Vélrænt útsog er frá eldhúsi með hljóðlátri viftu. Innréttingar eru frá Voke III. Heimilstæki eru frá Gorenje.  

  

Baðherbergi/þvottur

Baðherbergisgólf eru flísalögð. Veggir eru flísalagðir upp í loft (að eðlilegri lofthæð í risi) með ljósum flísum, með maramavíjum – í íbúðum með tveimur baðherberjum eru einungis gólfið í minna baðherberginu (snyrtingu) flísalagt. Í baðherbergjum er baðinnrétting með handlaug með blöndunartækjum og spegli. Einnig er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara (í íbúðum með tveimur baðherbergjum er einungis innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og sturta á stærra baðherberginu). Klósett er vegghengt með innbyggðum vatnskassa. Vélrænt útsog er frá baðherbergi/þvottahúsi, með hljóðlátri viftu.  

 

Hreinlætistæki

Öll hreinlætis- og blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna.

 

Svefnherbergi

Fataskápar eru í svefnherbergjum sbr. innréttingateikningar. Fataskápar eru hvítir og koma þar sem teikningar sýna.

 

Raflögn

Raflögn er fullfrágengin, ljós eru á baði/þvottahúsi. Í lofti í stofu og miðrými eru innfelld halogenljós með led-peru, hvít, sem fylgja með íbúðinni. Önnur ljós fylgja ekki innan íbúðar. Útiljós við innganga verða frágengin, sem og útiljós á lóð. Uppsettur reykskynjari fylgir hverri íbúð.

 

Forstofa

Fataskápur er í forstofu sbr. innréttingateikningar. Forstofuskápar eru úr hnotu, en aðrir fataskápar eru hvítir.

 

Geymsla og herbergi

Fataskápar eru í svefnherbergjum sbr. innréttingateikningar. Fataskápar eru hvítir. Í stærstu íbúðunum (132 m2) er aukageymsla undir stiga á annarri hæð.

 

Geymslur í sameign

Hverri íbúð fylgir ein geymsla í sameign. Geymslurnar eru staðsettar í millibyggingu innan við inngang og eru á jarðhæð fyrir íbúðir á jarðhæð, en á annarri hæð fyrir efri íbúðir. Gólf í geymslum verða máluð og innveggir (óeinangraðir léttir veggir) verða málaðir. Gólfhitakerfi og hefðbundin lýsing verður í geymslum. Stærð geymslu kemur fram í kaupsamningi. Hurðir eru hvítmálaðar. Hverju húsi fylgir sérstakt smáhýsi, fyrir hjóla og vagnageymslur.

 

Pípulögn

Hitalagnir eru í gólfi íbúða. Neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum.

 

Ljósleiðari

Ljósleiðari verður tengdur úr sameign inn í hverja íbúð og þaðan í tengil í stofu. Í öðrum herbergjum eru lagnaleiðir fyrir tölvu/síma og loftnet.

 

Eldvarnir - öryggiskerfi

Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf. Reykskynjari og handslökkvitæki verður sett upp í hverri íbúð.

 

Sameign

 

Sameign samanstendur einvörðungu að geymslurými í millibyggingu, tæknirými undir stiga og  smáhýsum sem fylgja hverju húsi. Sameign verður upphituð og fullfrágengin.

 

Anddyri og stigar

Anddyri og stigar eru með gólfhita og fullfrágenginni útilýsingu. Handrið á stigum verða úr áli með hertu gleri. Útihurðir eru sérsmíðaðar úr timbri með sama lit og gluggar, með gleri og bréfalúgu.

 

Smáhýsi

Smáhýsi fylgir hverju húsi fyrir hjóla- og vagnageymslur. Rafmagn og heitt og kalt vatn verður í húsunum, sem eru læst. Smáhýsin eru með lýsingu og upphituð.

 

Sorp

Sameiginlegt sorpgerði er fyrir öll húsin, með sorpgámum. Hiti verður í sorpgerði.

Til áréttingar

Lýsingu þessari er ekki ætlað að vera tæmandi um einstök atriði. Við kaupsamning fá kaupendur í hendur möppu frá H-26 ehf. með nánari upplýsingum.

 

Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar meðan á byggingarframkvæmdum stendur.

 

Kaupanda er bent á að kynna sér eftirfarandi atriði vel:

  • Að það gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina og fylgjast skipulega með niðurföllum í þvottahúsi, baði og úti á svölum. Gæta þarf sérstaklega að ekki frjósi í niðurföllum.

  • Svalagólf er nauðsynlegt að sílanbera á ca. 2ja ára fresti ef þau eru ekki flísalögð.

  • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau festist ekki.

  • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau festist ekki.

  • Aðalhurðir á hverju geymslurými verður að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umgang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt.

  • Varast ber að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna rakamyndunar og sprunguhættu.

  • Í steyptum nýbyggingum er mikill raki sem mun hverfa á 1-2 árum. Nauðsynlegt er að útloftun í íbúðum sé góð og mikilvægt er að fylgjast með vatnsmyndun (dögg) innan á gleri. Til að forða því að vatn safnist saman neðst á glerinu er mikilvægt að hafa glugga lítillega opna til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna úti. Gæta skal þess ávalt að útloftun baðherbergja sé góð og að viftur séu hreinar og rétt stilltar.

 

Ef þetta er ekki gert er hætta á að vatnið geti valdið skemmdum á gluggum, gólfefnum og málningu. Bent er á að hugsanlega þurfi að fara fram fínstilling á vélrænu loftræstikerfi og á hita- og vatnsstýrikerfi hússins eftir afhendingu íbúðar.

 

Seljandi ber ekki ábyrgð á eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr, steypu og timbri. Gera má ráð fyrir því að kaupandi þurfi að endurmála íbúðir eftir nokkurn tíma þegar byggingin, þ.e. það byggingarefni sem í henni er, hefur náð stöðugu ástandi.

 

Við afhendingu skal kaupandi skoða íbúðina ítarlega. Ef einhverjir ágallar finnast skal kaupandi, áður en hann hefur framkvæmdir í íbúðinni, afhenda fulltrúa H-26 ehf. undirritað eyðublað þar sem þessir ágallar eru taldir upp.

Íbúðarkaupendur gera sér grein fyrir að í sérgeymslum og öðrum geymslum geta verið lagnir í loftum og á veggjum sem nauðsynlegar eru vegna lagnaleiða hússins

 

Allt efni og teiknaðar þrívíddarmyndir á heimasíðu eru birtar með fyrirvara um hugsanlegar villur. Með þrívíddarmyndum er reynt að gefa eins góða mynd og hægt er um herbergjaskipan, en innréttingar kunna að vera frábrugðnar frá því sem þar er sýnt sbr. innréttingateikningar. Ef texta byggingarlýsingar og skilalýsingar ber ekki saman gildir byggingarlýsing.

Hönnuðir og byggingaraðilar

Verkkaupi / Seljandi:   H-26 ehf.

 

Verktakar, hönnuðir og byggingarstjóri:

Arkitektahönnun:   Haraldur S. Árnason (HSÁ Teiknistofa)
Verkfræðihönnun:   Haraldur S. Árnason (HSÁ Teiknistofa)
Raflagnahönnun:   Ljósgjafinn ehf. – Valur Benediktsson

Raflagnir:   Eltech ehf. – Steingrímur Ólafsson

Pípulagnir:   ÁS pípulagnir ehf. – Ásgeir Hallgrímsson

Málning:   Magnús Pálsson, málarameistari

Uppsteypa og frágangur:   Loftorka ehf. / Enka Kolor Grupa

Innanhússráðgjöf:   Jensson hönnunarhús, Ólafur Jensson

Byggingarstjóri:   Böðvar Kristjánsson

Skjöl

 

Smellið á krækjurnar hér að neðan til að niðurhala skrám.

Seljandi
H-26 ehf. (kt. 640217-1620)

Dvergagili 32, 603 Akureyri kari.arnor@akradgjof.is

Söluaðilar
Kasa fasteignir 

Strandgata 31, 600 Akureyri

Sími: 461-2010

kasafasteignir@kasafasteignir.is

eignaver_logo.png
Eignaver fasteignasala

Hafnarstræti 97, 600 Akureyri

Sími: 460-6060

arnar@eignaver.is

Lind Fasteignasala

Hlíðarsmári 6, 201 Kópavogur

Sími: 510-7900

lind@fastlind.is

harpa@fastlind.is

Hvammur_eignamiðlun_logo-02.png
lind.png
Hvammur eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri

Sími: 466-1600

kaupa@kaupa.is

© 2017

Allt myndefni birt með fyrirvara.

  • Facebook - White Circle

Vefhönnun og tölvugrafík:   Jensson hönnunarhús